20.11.02

hvað er að gerast hér

29.10.00

Heimur fjárfestisins

18.10.00

Agora sýningunni lauk í síðustu viku. Það var ekki alveg bitið úr nálinni með sýninguna og málþingin. Massa vinna og skemmtileg. Maður var sosum ekki mikið heima á meðan þessu stóð. Við náðum okkar markmiðum, þ.e. að fá í kringum 10.000 manns á staðinn, efna til umræðu um þekkingariðnaðinn, fá mörg fyrirtæki úr mörgum geirum til að sýna sig og kynna fyrir fagfólki. Í heildina sýnist mér að flestir hafi verið ánægðir. Við gerum þó skoðanakönnun á meðal sýnenda til að fá að vita hvað betur megi fara o.s.frv.
Þar kom að því að maður kæmi sér í gang með eigin síðu. Einstaklega skemmtilegt að vera kominn á kaf í heim nördanna. Uss, maður. Þrátt fyrir að hafa viðhaldið nokkrum vefjum í atvinnulífinu er það annar og meiri tilgangur sem liggur að baki því að setja sínar pælingar og hugsanir á blað fyrir alla. Hrekkjusvínin í háskólanum eiga það að hafa komið mér í gang. Sjáum svo hvert þetta leiðir okkur....